Fara í efni

Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Byggðavegar og Lækjamóta.

Framkvæmdir við nýtt hringtorg á gatnamótum Byggðavegar og Lækjamóta.

Kæru íbúar og aðrir vegfarendur í Sandgerði.

Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýs hringtorgs á gatnamótum Byggðavegar og Lækjamóta. Á meðan framkvæmdir standa yfir verður Byggðavegur lokaður frá Hlíðargötu að Sandhól. Gera má ráð fyrir að verktími verði um fimm til sex vikur, allt eftir veðri og aðstæðum.

Það er Grjótgarðar ehf. sem sér um framkvæmdirnar.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.

Skipulags- og umhverfissvið Suðurnesjabæjar.