Framkvæmdir við Garðskagaveg í Garði 8. og 11. ágúst
		Framkvæmdir við Garðskagaveg í Garði 8. og 11. ágúst	
	
			
					06. ágúst 2025			
	
	Föstudaginn 8. ágúst og mánudaginn 11. ágúst er stefnt að því að fræsa Garðskagaveg/Garðbraut, kaflinn verður malbikaður síðar í seinni vikunni.
Kaflinn er u.þ.b. 1.400 m langur og nær frá Réttarholtsvegi að Garðbraut 92. Þrengt verður niður í eina akrein meðfram framkvæmdasvæðinu.
Gera má ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir frá kl. 09:00 - 18:00 báða dagana.
Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. lokunarplani sem birt er á myndunum.
Reynt verður eftir bestu getu að hleypa fólki heim til sín sem þarf að komast þangað í gegnum lokanir.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Yfirlitsmyndir og lokunarplan: