Framkvæmdir við Garðbraut
Framkvæmdir við Garðbraut
01. júní 2023
Unnið er að endurnýjun hraðahindrana við innkomuna í Garð og við Gerðaskóla. Settar verða upp þrengingar á meðan framkvæmdum stendur.
Óhjákvæmilega fylgir slíkum framkvæmdum nokkuð rask og biðjum við íbúa og vegfarendur að sýna skilning og taka tillit til framkvæmdaaðila sem sinna verkinu.