Framkvæmdir við endurnýjun fráveitulagnar á Suðurgötu
Framkvæmdir við endurnýjun fráveitulagnar á Suðurgötu
23. september 2025
Kær íbúar á Suðurgötu í Sandgerði
Nú hefjast framkvæmdir við endurnýjun fráveitulagnar á afmörkuðum kafla Suðurgötu, merktum rauðu á kortinu. Markmiðið er að bæta rennslisöryggi og draga úr líkum á bakflæði.
Á meðan á verkinu stendur má búast við tímabundnu raski:
- Umferð takmörkuð á svæðinu og innkeyrslur geta lokast tímabundið; ekki verður unnt að leggja í þær meðan unnið er.
- Bílastæði innan svæðisins geta verið óaðgengileg þegar unnið er beint fyrir framan hús.
- Gangandi aðgengi verður tryggt.
- Unnið verður á hefðbundnum dagvinnutíma; eitthvað ryk og hávaði getur myndast.
- Vinsamlega virðið merkingar og gætið barna og gæludýra.
Hafa samband: Umhverfismiðstöð Suðurnesjabæjar – sími 425 3000 afgreidsla@sudurnesjabaer.is
Þökkum skilning og góð samskipti meðan á verkinu stendur.
— Suðurnesjabær, Umhverfis- og skipulagssvið