Fara í efni

Framkvæmdir í Lækjamótahverfi.

Framkvæmdir í Lækjamótahverfi.

Unnið er að lagningu fráveitu að nýjum leikskóla við Byggðaveg.

Aðkomu inn í Lækjamótahverfi við Lækjamót 31 og 33 verður því lokað frá og með 14. febrúar 2022. Umferð verður beint inn í hverfið frá Hlíðargötu.

Óhjákvæmilega fylgir þessum framkvæmdum nokkuð rask og biðjum við íbúa og vegfarendur að sýna skilning og taka tillit til framkvæmdaaðila sem sinna verkinu.

Skipulags- og umhverfissvið Suðurnesjabæjar.