Frábær þátttaka í Vitahlaupi!
Vitahlaupið fór fram í annað sinn í gær og voru þátttakendur rúmlega hundrað talsins og á öllum aldri. Þrjár vegalengdir voru í boði og var brautarmet karla frá Sandgerðisvita slegið um rúmar sjö mínútur. Önnur brautarmet stóðu enda gustaði vel að norðaustan en þátttakendur létu það ekki á sig fá og kláruðu með bros á vör.
Verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sæti karla og kvenna í 6,7 km frá Sandgerðisvita og 15,4 km frá Stafnesvita en öll börn fengu þátttökuverðlaun.
Sandgerðisviti:
Konur
- Guðný Petrína Þórðardóttir 30.58
- Karen Sævarsdóttir 31.02
- Diljá Heimisdóttir 32.02
Karlar
- Gísli Helgason 24.52 (brautarmet)
- Vladyslav Penkovyi 27.15
- Ríkharð Bjarni Snorrason 27.28
Stafnesviti:
Konur:
- Hanna Rún Viðarsdóttir 01.22.34
- Tanía Björk Gísladóttir 01.25.40
- Guðbjörg Jónsdóttir 01.32.04
Karlar:
- Guðmundur Daði Guðlaugsson 58.37
- Börkur Þórðarson 01.00.26
- Kristinn Gunnar Kristinsson 01.03.14
Fjöldi útdráttarverðlauna voru frá Hlaupár, Snyrtistofunni Spes, EOS veitingastað á Lighthouse inn og Byggðasafninu á Garðskaga.
Bakhjarlar hlaupsins eru Hlaupár og Hleðsla.
Við hlökkum til að taka á móti enn fleiri hlaupurum á næsta ári!