Fara í efni

Flugeldasýningar á gamlárskvöld

Flugeldasýningar á gamlárskvöld

Við kveðjum hið óvenjulega ár 2020 í samstarfi við björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ.

Boðið verður uppá tvær flugeldasýningar í sínu hvoru hverfinu, Sandgerði og Garði, og hefjast þær báðar kl.20.00 á gamlárskvöld.

Við hvetjum íbúa til að virða sóttvarnarreglur og hópast ekki saman nema þá með þeim sem þeir deila sinni jólakúlu með.

Flugeldasýningarnar eru settar upp með þeim hætti að auðvelt er að leggja bílum á fleiri en einum stað og njóta sýninganna þar sem við viljum forðast hópamyndanir.

  • Sýningin í Sandgerði verður við hafnarsvæðið og gott útsýni frá Sjávargötu. Hægt er að leggja bílum við t.d. Sandgerðishöfn, við Sjávargötu og Slökkvistöð.
  • Sýningin í Garði verður við gamla fótboltavöllinn við Víðisheimilið og hægt er að leggja bílum við t.d. Víðisheimilið, íþróttamiðstöðina, Gerðaskóla og Garðvang.

 Höldum áfram að standa okkur vel og njótum áramótanna!