Fara í efni

Flugeldasýning í Suðurnesjabæ á Gamlárskvöld

Flugeldasýning í Suðurnesjabæ á Gamlárskvöld

Nú kveðjum við annað óvenjulegt ár við óvenjulegar aðstæður.

Boðið verður uppá eina flugeldasýningu í Suðurnesjabæ á gamlárskvöld og að þessu sinni verður hún í höndum Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði. Sökum fjöldatakmarkana er því miður er ekki hægt að hafa brennu líkt og áform voru um.

Flugeldasýningin hefst kl.19.30 og verður við hafnarsvæðið. Gott útsýni er frá Sjávargötu en einnig er hægt að leggja bílum á öðrum stöðum, s.s. við  Sandgerðishöfn og Slökkvistöð og njóta sýningarinnar þaðan.

Sökum samkomutakmarkana er hér um „bílasýningu“ að ræða og hvetjum við fólk til þess að horfa á sýninguna úr bílum sínum og virða þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gangi.

Flugeldasýningin er sett upp með þeim hætti að auðvelt er að leggja bílum á fleiri en einum stað og njóta sýninganna þar sem við viljum forðast hópamyndanir.

 Höldum áfram að standa okkur vel og njótum áramótanna!