Fara í efni

Flokkstjórar í vinnuskóla Suðurnesjabæjar

Flokkstjórar í vinnuskóla Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum í störf flokkstjóra vinnuskóla:
 

Flokkstjórar í vinnuskólum skipuleggja og stýra sumarvinnu 14 – 16 ára unglinga. Vinnuhóparnir sinna umhirðu, ræktun, viðhaldi og fleiri verkefnum. Verkefnin geta verið nokkuð fjölbreytt svo sem að gróðursetja, hreinsa beð, mála, tína rusl, sópa, þrífa, og leggja grasþökur.

Helstu verkefni

  • úthluta verkefnum og leiðbeina um vinnubrögð
  • skipulagning uppákoma í tengslum við vinnuna
  • gæta að og ganga frá áhöldum og vélum sem notuð eru
  • samskipti við forráðamenn
  • skrifa vinnuskýrslur og umsagnir

Menntunar- og hæfniskröfur

  • að hafa náð 20 ára aldri
  • góð færni í samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki
  • séu hæfir til að vera nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tilitsemi
  • séu sjálfstæðir, skipulagðir og sýni frumkvæði í starfi
  • séu reyk- og tóbakslausir
  • hafi bílpróf
  • hreint sakavottorð. Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 10. gr. laga nr.70/2007

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 8.apríl 2022

Umsóknareyðublað

Umsóknum um starfið þarf að fylgja ferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið á afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Nánari upplýsingar veitir Rut Sigurðardóttir, deildarstjóri frístundaþjónustu á rut@sudurnesjabaer.is