Fara í efni

Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir samstarfi við einstaklinga og fjölskyldur til að gerast stuðningsfjölskylda fyrir börn með fötlun

Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir samstarfi við einstaklinga og fjölskyldur til að gerast stuðningsfjölskylda fyrir börn með fötlun

Stuðningsfjölskylda 

  • Helstu verkefni stuðningsfjölskyldna eru að taka reglubundið á móti barni í dvöl og að leyfa því að taka þátt í daglegu fjölskyldulífi. Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita þeim tilbreytingu og stuðning auk þess að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Algengast er að barn dvelji hjá stuðningsfjölskyldu eina til tvær helgar í mánuði. 

Hæfniskröfur 

  • Góðar heimilisaðstæður
  • Hreint sakavottorð
  • Heilbrigðisvottorð
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi og reynsla af vinnu með börnum

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sóley Gunnarsdóttir í síma 425-3000 (Fjölskyldusvið) eða í tölvupósti á soley@sudurnesjabaer.is