Fjölmenni var á opnunardegi sýningar Gyrðis Elíassonar
Fjölmennt var á opnunardegi sýningar Gyrðis Elíassonar Undir stækkunargleri en sýningin var opnuð fyrir almenning þann 6.apríl. Á sýningunni eru um 1.200 myndir sem Gyrðir hefur búið til á undanförnum árum en um er að ræða sölusýningu þar sem verðinu er stillt í hóf. Smámyndir Gyrðis hafa á undanförnum árum prýtt kápur bóka hans, meðal annars metsölubækurnar Dulstirni / Meðan glerið sefur og smáprósasöfnin Þöglu myndirnar / Pensilskrift.
Gyrðir verður áfram með opið næstu helgar frá kl.13.00 - 17.00 þann 7. apríl, 13. og 14. apríl og 20. og 21. apríl.
Sjón er sögu ríkari og hvetjum við alla sem áhuga hafa að kíkja við á Sunnubraut 4. efri hæð.
Einnig er hægt að hafa samband við listamanninn í s. 6183813 til að skoða sýninguna utan opnunartíma.