Fara í efni

Fjölbreytt og skemmtileg störf hjá Suðurnesjabæ

Fjölbreytt og skemmtileg störf hjá Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær auglýsir eftir starfsmönnum í tvö stöðugildi í dagdvöl aldraðra.   Um er að ræða nýja starfseiningu sem verður staðsett í Garði.

Markmið dagdvalarinnar er að stuðla að áframhaldandi sjálfstæðri búsetu aldraðra íbúa Suðurnesjabæjar og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Í dagdvöl verður boðið upp á tómstundaiðju, léttar leikfimiæfingar, mat, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Þjónustan verður einstaklingsmiðuð með áherslu á að skapa notalegt og skemmtilegt andrúmsloft þar sem virðing, virkni og velferð eru höfð að leiðarljósi.

Sjúkraliði

Helstu verkefni

-        Stuðla að auknu sjálfstæði þjónustuþega með ýmissi þjálfun.

-        Aðhlynning og umönnun.

-        Umsýsla með lyfjaskammta.

-        Aðstoð við heimilishald svo sem þvott, þrif og matseld.

-        Þátttaka í skipulagi og undirbúningi.

-        Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann.

Menntunar- og hæfniskröfur

-        Íslenskt sjúkraliðaleyfi.

-        Haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi.

-        Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar.

-        Áhugi og metnaður til að byggja upp öfluga þjónustu.

-        Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki í samskiptum.

-        Góð íslenskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli.

Starfsmaður

Helstu verkefni

-        Stuðla að auknu sjálfstæði þjónustuþega með ýmissi þjálfun.

-        Aðhlynning og umönnun.

-        Aðstoð við heimilishald svo sem þvott, þrif og matseld.

-        Þátttaka í skipulagi og undirbúningi.

-        Önnur verkefni í samráði við næsta yfirmann

Hæfniskröfur

-        Haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi.

-        Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar.

-        Faglegur metnaður, ábyrgð og frumkvæði í starfi.

-        Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki í samskiptum.

-        Góð íslenskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli.

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 

Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2022

Áhugasamir einstaklingar sem uppfylla menntunar- og hæfniskröfur eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar.

Tinna Torfadóttir, forstöðumaður dagdvalar, veitir upplýsingar um starfið. Hægt er að senda tölvupóst á netfang tinna@sudurnesjabaer.is, eða hringja í síma 865 9239.

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

 

Suðurnesjabær er næst stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 3.700 íbúa og um 280 starfsmenn. Sveitarfélagið leggur áherslu á að ráða til starfa fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði.