Fara í efni

Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar óskar eftir að ráða starfsmenn í stuðningsþjónustu/félagslega heimaþjónustu.

Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar óskar eftir að ráða starfsmenn í stuðningsþjónustu/félagslega heimaþjónustu.

Suðurnesjabær er næst stærsta sveitafélagið á Suðurnesjum með um 3.700 íbúa og um 280 starfsmenn. Áhersla er að hjá sveitarfélaginu starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Félagsþjónusta heyrir undir Fjölskyldusvið sem er samþætt þjónustueining og til þess heyrir  félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta.  Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar sinnir þjónustu fyrir sv. Voga.

Óskað er eftir starfsmanni í 80% stöðu í félagslegri heimaþjónustu

Einnig er óskað eftir starfsmönnum í hlutastarf seinnipart og um helgar til að sinna stuðningi við eldri borgara og fatlaða einstaklinga.

Í starfinu felst m.a. að efla notendur þjónustunnar til sjálfshjálpar og stuðla að því að viðkomandi geti búið sem lengst á einkaheimili sínu.

Helstu verkefni eru:

  • Þrif og almenn heimilisstörf
  • Innlit, öryggisinnlit samvera
  • Persónulegur og félagslegur stuðningur
  • Aðstoð við innkaupaferðir og aðra aðdrætti


Verkefni félagslegrar heimaþjónustu geta verið breytileg eftir þörfum notenda. Mikilvægt er að starfsmaður hafi áhuga á og ánægju af mannlegum samskiptum. Félagsliðar og einstaklingar með aðra menntun og reynslu sem gagnast í starfi eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Laun eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi bílpróf og bíl til afnota og er íslenskukunnátta skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2022

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is.

Frekari upplýsingar veita Thelma Hrund Guðjónsdóttir thelma@sudurnesjabaer.is og María Rós Skúladóttir mariaros@sudurnesjabaer.is, eða í síma 425-3000.