Fara í efni

Félags- og barnamálaráðherra fundaði í Suðurnesjabæ

Félags- og barnamálaráðherra fundaði í Suðurnesjabæ

Ásmundur Einar Daðason félags-og barnamálaráðherra ásamt starfsfólki ráðuneytisins og aðstoðarmanni áttu fund með bæjarfulltrúum og starfsfólki Suðurnesjabæjar í dag. Fyrir hönd Suðurnesjabæjar sátu fundinn Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar og Fríða Stefánsdóttir, formaður bæjarráðs, ásamt Bergný Jónu Sævarsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og staðgengli bæjarstjóra og Guðrúnu Björk Sigurðardóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

Fyrr um daginn hafði ráðherra átt fund með fleiri aðilum á Suðurnesjum, s.s. Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, fulltrúum atvinnurekenda og stéttarfélaga.

Megintilgangur heimsóknarinnar var að fara yfir stöðu mála í sveitarfélaginu vegna COVID-19 og ræða leiðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum sem orðið hafa vegna faraldursins. Þá voru fleiri viðfangsefni rædd er snúa að velferð íbúa Suðurnesjabæjar og áform sett um að halda samtalinu áfram.

Ásmundi Einari Daðasyni er þakkað fyrir heimsóknina og góðan fund.