Fara í efni

Fasteignagjöld 2025

Fasteignagjöld 2025

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2025 eru nú aðgengilegir á www.island.is undir flipanum „Mínar síður“

Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, sá fyrsti þann 1. febrúar 2025 og sá síðasti 1. nóvember 2025. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

Álagning fasteignagjalda

Fasteignagjöld skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, vatnsgjald, fráveitugjald og gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs. 

Fasteignamat

Álagning fasteignagjalda byggist á fasteignamati húss og lóðar í Suðurnesjabæ. Fasteignamat er framkvæmt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samkvæmt V. kafla laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 https://www.althingi.is/lagas/nuna/2001006.html.

Afsláttur af fasteignaskatti:

Elli- og örorkulífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Suðurnesjabæ er veittur afsláttur af fasteignaskatti. Rétt til afsláttar eiga íbúðaeigendur í sveitarfélaginu sem búa í eigin íbúð og eru 67 ára eða eldri eða hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar 2025. Afsláttur nær einungis til þeirra íbúðar sem viðkomandi býr í. Veittur er afsláttur af fasteignaskatti miðaða við heildartekjur viðkomandi, eftir reglum um afslætti og viðmiðunartekjur.