Fara í efni

Fasteignagjöld 2022

Fasteignagjöld 2022

Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2022 eru nú aðgengilegir á www.island.is undir flipanum „Mínar síður“

Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, sá fyrsti þann 25. janúar 2022 og sá síðasti 25. október 2022. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

Afsláttur af fasteignaskatti er veittur til elli- og örorkulífeyrisþega sem eiga lögheimili í Suðurnesjabæ og búa í eigin íbúð. Hægt að sjá nánar í gjaldskrá fasteignagjalda.

Álagningaseðlar og greiðsluseðlar eru almennt ekki sendir út í pappírsformi en hægt er að óska eftir að fá greiðslu- og álagningaseðil sendan heim hjá þjónustuveri Suðurnesjabæjar í síma 425 3000 og afgreidsla@sudurnesjabaer.is