Farsæld barna á Suðurnesjum
Farsæld barna á Suðurnesjum
13. nóvember 2025
Farsældarráð Suðurnesja og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bjóða til opins málfundar þar sem kynntar verða nýjar tölur og gögn er varpa ljósi á stöðu barna í landshlutanum.
Hvað er á dagskrá?
• Kynning á nýjustu tölfræði um líðan og velferð barna á Suðurnesjum.
• Greining á því sem gögnin segja okkur um styrkleika og áskoranir.
• Umræður um næstu skref og tækifæri til umbóta.
Fyrir hverja?
Viðburðurinn er opinn öllum sem láta sig velferð barna og ungmenna varða.
Staðsetning: Stapi, Hljómahöll
Dagsetning: 20. nóvember
Tími: 13:30-16:00
Þetta er tækifæri til að fá heildstæða mynd af stöðu barna í okkar samfélagi og taka þátt í mikilvægri umræðu um framtíðina.
Kaffi og meðlæti í boði.