Fara í efni

Ert þú liðsmaðurinn sem við leitum eftir?

Ert þú liðsmaðurinn sem við leitum eftir?

 Suðurnesjabær óskar eftir að ráða öflugan liðsmann til að sinna starfi forstöðumanns safna í Suðurnesjabæ.

Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi safna Suðurnesjabæjar; Almenningsbókasafni, Byggðasafninu á Garðskaga og ljósmynda- og listaverkasafni. Forstöðumaður safna heyrir undir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Starfssvið:

 • Áframhaldandi uppbygging safna í Suðurnesjabæ.
 • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstri safna sveitarfélagsins.
 • Yfirumsjón með stafrænum tímaritakosti bókasafnsins og öðrum gagnasöfnum.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem bókasafns- og upplýsingafræði, bókmenntafræði eða sagnfræði.
 • Reynsla af starfsmannahaldi.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, í ræðu og riti.
 • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Starfsreynsla á bókasafni og þekking á söfnum er kostur, sem og reynsla af starfi með börnum og unglingum.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2021.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs í síma 425 3000, netfang bergny@sudurnesjabaer.is.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf forstöðumanns safna. 

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is