Fara í efni

Auglýsing um skipulagsmál í Suðurnesjabæ

Auglýsing um skipulagsmál í Suðurnesjabæ

Bergvík, nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti þann 25. júní 2025 að kynna skipulags- og matslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag í Bergvík og breytingu á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 skv. 1.mgr., 30.gr. og 1.mgr., 40.gr. skipulagslaga.

Áætlað er að deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting taki mið af framtíðarsýn aðalskipulags fyrir Helguvík og Bergvík og Þróunaráætlun K64 sem er heildræn sýn á þróun nærsvæðis Keflavíkurflugvallar. Þar er gert ráð fyrir að skapist tækifæri til að byggja upp iðnaðar- og athafnasvæði sem hefur verkefnaheitið K64 Hringrásariðngarður, sem byggir á framsýni, nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhugsjón.

Skipulags- og matslýsingin er aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 1040/2025 og mál nr. 1042/2025.

Reykjanesbraut - Rósaselstorg - Breyting á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti þann 25. júní 2025 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 vegna Reykjanesbrautar við Rósaselstorg skv. 1.mgr., 30.gr. skipulagslaga.

Vegagerðin áformar að tvöfalda Reykjanesbraut (41) frá Hafnarvegi (44) og Víknavegi við Fitjar í Reykjanesbæ og að vegamótum Reykjanesbrautar, Sandgerðisvegar (429) og Garðskagavegar (45) við Rósaselstorg í Suðurnesjabæ. Vegagerðin hyggst tvöfalda Reykjanesbraut á þessum kafla, þannig að vegurinn verði fjögurra akreina vegur, með tveimur akreinum í hvora átt og aðskilnaði akstursstefna með vegriði. Alls er um að ræða 4,7 km langan kafla Reykjanesbrautar í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.

Tvöföldun Reykjanesbrautar við Rósaselstorg kallar á breytingu á Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 í samræmi við 36. og skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 2. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Samhliða verður unnið nýtt deiliskipulag fyrir allt framkvæmdasvæðið samkvæmt 37. gr. laganna.

Skipulags- og matslýsingin er aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, mál nr. 1044/2025.

Ábendingum og athugasemdum við lýsingarnar skal skila í gegn um skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á Skipulagsgatt.is

Umsagnarfrestur er til og með 22. ágúst 2025.

Jón Ben. Einarsson,

Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar