Fara í efni

Jólaljósin tendruð í Suðurnesjabæ að morgni Fullveldisdags með nemendum grunnskólanna

Jólaljósin tendruð í Suðurnesjabæ að morgni Fullveldisdags með nemendum grunnskólanna

Jólaljós stærstu trjánna í Suðurnesjabæ voru tendruð snemma dags í dag, 1. desember af yngstu nemendum Gerðaskóla og Sandgerðisskóla með aðstoð Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra. Vilhjálmur Steinar Einarsson nemandi í Gerðaskóla tendraði ljósin við jólatréð í Garði og Sigursteinn G. Símonarson nemandi í Sandgerðisskóla tendraði jólaljósin við jólatréð í Sandgerði. Tónlistarmaðurinn Hreimur kom einnig í heimsókn og flutti tónlist fyrir hressa nemendur sem tóku vel undir í söng. Í lok dags fengu allir nemendur góðgæti með sér heim, mandarínur og nammipoka.

Jólaálfarnir mættu svo í heimsókn í leikskólana okkar, Gefnarborg og Sólborg, og skemmtu hressum krökkum sem fengu mandarínur og rúsínur að dagskrá lokinni.

Veðrið hefur leikið við okkur í Suðurnesjabæ í dag þannig að jólaljósin njóta sín vel ásamt íslenska fánanum sem flaggað var í tilefni Fullveldisdagsins í dag.

Um leið og íbúar eru hvattir til þess að nýta þetta fallega veður til útiveru sendum við öllum kveðjur um gleðilega aðventu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun