Fara í efni

Endurúthlutun lóða

Endurúthlutun lóða

Suðurnesjabær auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til umsóknar:

  • Brimklöpp 1 - Einbýli
  • Dynhóll 5 - Einbýli
  • Skagabraut 13 - Einbýli
  • Skagabraut 37 - Einbýli
  • Þinghóll 2 - Einbýli

Nánari upplýsingar má finna undir flipanum lausar lóðir.

Við úthlutun lóða undir einbýlishús skulu einstaklingar hafa forgang. Forgangur takmarkast þó af því að viðkomandi einstaklingur, maki hans eða sambúðaraðili hafi ekki fengið lóðaúthlutun á síðustu 5 árum. Þeim einbýlishúsalóðum sem ekki ganga út til forgangsaðila verður úthlutað til annarra sem leggja fram fullgildar umsóknir. Umsókn hjóna/sambúðarfólks skal vera sameiginleg.

Umsóknir teljast aðeins gildar ef þær hafa borist á rétt útfylltu og þar til gerðu umsóknarformi með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara fyrir næsta áætlaðan fund Framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar. Ef fjöldi gildra umsókna um auglýstar lóðir er meiri en fjöldi lóða sem í boði eru, skal dregið um umsækjendur.

Næsti fundur Framkvæmda- og skipulagsráðs er áætlaður þann 20. mars n.k.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Suðurnesjabæjar eða á skrifstofu skipulags-og umhverfissviðs.