Fara í efni

Endurnýjað samstarf um fræðsluþjónustu

Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins V…
Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga við undirritun samnings um fræðsluþjónustu.

Endurnýjað samstarf um fræðsluþjónustu

Um nokkurra ára skeið hafa Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar átt farsælt og gott samstarf um aðkeypta stoðþjónustu Sveitarfélagsins Voga af Suðurnesjabæjar á sviði fræðsluþjónustu.  Mikil ánægja hefur verið hjá báðum aðilum um farsælt samstarf á liðnum árum og því hafa sveitarfélögin nú endurnýjað samstarfið með nýjum samningi sem Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga undirrituðu þann 15. júní. 

Samningurinn gildir til þriggja ára og felur m.a. í sér að fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar veitir skólastofnunum Voga stoðþjónustu samkvæmt reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga.  Í þjónustunni felst m.a. sálfræðiþjónusta, talmeinaþjónusta, sérkennsluráðgjöf og almenn kennsluráðgjöf sem felur í sér greiningu og ráðgjöf til nemenda, foreldra og starfsfólks skólanna.

Þá er í endurnýjuðum samningi sérstaklega fjallað um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar mun vinna að í samráði við sveitarstjórn Voga og skólasamfélagið.  Nemendum og foreldrum barna í Stóru Vogaskóla og leikskólanum Suðurvöllum stendur til boða úrræði fræðsluþjónustu Suðurnesjabjar, til dæmis uppeldisnámskeið.

Það er ánægjulegt hve samstarf sveitarfélaganna um fræðsluþjónustu hefur verið farsælt og gengið vel undanfarin ár og á því byggir endurnýjað samstarf í hinum nýja samningi.  Suðurnesjabær gengur stoltur til áframhaldandi samstarfs við Sveitarfélagið Voga og skólasamfélagið í Vogum. 

Auk samstarfs um fræðsluþjónustu hafa sveitarfélögin um árabil átt farsælt samstarf um félagsþjónustu, sem felst í því að Sveitarfélagið Vogar kaupir þjónustu Suðurnesjabæjar á sviði félagsþjónustu samkvæmt samningi sveitarfélaganna þar um.