Fara í efni

Drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Suðurnesjabæjar

Drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Suðurnesjabæjar

Hverju vilt þú breyta í umhverfismálum sem Suðurnesjabær getur komið til leiðar? Ertu með hugmyndir að aðgerðum?

Framkvæmda- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum þann 29. mars 2023 að hefja vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu í samstarfi við Verkís.

Gerð stefnunnar byggir á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012, en í lögunum er áskilið að sveitarfélög marki sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.

Vinna stefnunnar hefur gengið vel en m.a. var settur saman rýnihópur til að greina og ræða frekari áherslur inn í gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Suðurnesjabæjar.

Íbúum Suðurnesjabæjar gefst nú kostur á hafa áhrif. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á umhverfis- og loftslagsmálum að leggja fram sínar hugmyndir að aðgerðum á Betri Suðurnesjabær. Einnig er hægt að senda inn hugmyndir á afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Umhverfis- og loftslagsstefnan er sett fram undir eftirfarandi málaflokkum en þeir hafa margs konar áhrif á umhverfið.

Hér er að neðan er gögn sem við hvetjum íbúa til að kynna sér: