Fara í efni

Deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar

Deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar

Suðurnesjabær auglýsir stöðu deildarstjóra fræðsluþjónustu á fjölskyldusviði lausa til umsóknar.

Suðurnesjabær er næst stærsta sveitafélagið á Suðurnesjum með um 3.700 íbúa og um 280 starfsmenn. Í Suðurnesjabæ eru 2 leikskólar, 2 grunnskólar og tónlistarskólar.  Áhersla er að hjá sveitarfélaginu starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir  félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Þá sinnir fjölskyldusvið einnig félags- og fræðslumálum fyrir sveitarfélagið Voga á grundvelli samnings, þar sem er einn leikskóli og grunnskóli.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi fræðsludeildar.
  • Eftirfylgni með lögum um leik-, grunn- og tónlistaskóla og viðeigandi reglugerðir.
  • Eftirlit og umsjón með aðbúnaði, skipulagi og árangri skólastarfs í samvinnu við skólastjórnendur.
  • Stuðningur og ráðgjöf við skólastjórnendur og aðra forstöðumenn sem undir deildina heyra.
  • Tengiliður skóla við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga.
  • Teymisvinna þvert á deildir og stofnanir sveitarfélagsins.
  • Starfmaður fræðsluráðs Suðurnesjabæjar og sveitarfélagsins Voga.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Framhaldsnám í stjórnun eða menntunarfræðum æskileg.
  • Farsæl reynsla af kennslu, stjórnun og mannaforráðum.
  • Haldbær reynsla af áætlunargerð og greiningum.
  • Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg.
  • Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2021

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.


Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu.


Umsjón með starfinu hefur Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.

 

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is