Byggðasafnið á Garðskaga 30 ára
Byggðasafnið á Garðskaga 30 ára
28. nóvember 2025
Byggðasafnið á Garðskaga var stofnað 26. nóvember 1995 og á því 30 ára afmæli um þessar mundir. Þér er boðið í afmælisveislu laugardaginn 29. nóvember 2025 frá kl. 13-17.
- Hátíðardagskrá hefst kl. 14
Margrét I. Ásgeirsdóttir forstöðukona segir frá safninu.
Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar heiðrar Ásgeir Hjálmarsson fyrir störf hans í þágu varðveislu og miðlunar menningar- og samfélagssögu í Suðurnesjabæ og á Suðurnesjum.
Sigurbjörg Hjálmarsdóttir söngkona og Haukur Arnórsson píanóleikari flytja jólalög.
Safnið býður gestum að þyggja veitingar.
Heyrst hefur að Giljagaur og jafnvel Skyrgámur líti við á safninu kl.16:00 og langar þá að heilsa upp á káta krakka sem eru farin að hlakka til jólanna.
,,Túlkun þjóðsagna í endurvinnslulist" verk eftir nemendur í 5. bekk (árg. 2015) í Sandgerðisskóla verða til sýnis 29. og 30. nóvember kl. 13-17 báða dagana, á ganginum í safninu að Skagabraut 100.
Safnið og sýningar þess eru í komin jólabúning í anda fyrri tíma.
Í safnverzluninni er fjölbreytt vöruúrval tilvalið í skóinn og í jólapakka.
Í safnverzluninni er fjölbreytt vöruúrval tilvalið í skóinn og í jólapakka.
Verið öll innilega velkomin í afmælisfagnað safnsins, frá kl. 13-17 laugardaginn 29. nóv. 2025.