Fara í efni

Breytt fyrirkomulag hjá stofnunum Suðurnesjabæjar 31. október

Breytt fyrirkomulag hjá stofnunum Suðurnesjabæjar 31. október

Í ljósi þeirra hertu aðgerða vegna covid-19 sem taka gildi að miðnætti 31. október mun eftirfarandi gilda í starfsemi Suðurnesjabæjar:

Ráðhúsin í Garði og Sandgerði

  • Lokað verður fyrir aðgengi að ráðhúsunum.
  • Viðskiptavinum og þeim sem eiga brýn erindi við starfsfólk er bent á að senda erindi í tölvupóstfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is, eða hafa samband í síma 425-3000 og panta viðtal við viðkomandi starfsmenn.

Íþróttamiðstöðvar

Íþróttamiðstöðvar verða lokaðar frá og með laugardeginum 31. október. Á það við um sundlaugar, íþróttasali og líkamsræktarstöðvar.

Bókasöfn

Almenningsbókasöfn verða lokuð frá og með laugardeginum 31. október.

Skammtímavistun í Heiðarholti

Starfsemi skammtímavistunar í Heiðarholti verður endurskipulögð. 

Grunnskólar Suðurnesjabæjar

Breytt fyrirkomulag hefur verið birt á heimasíðum skólanna.

Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvar ungmenna, eldri borgara og öryrkja verður lokað mánudaginn 2. nóvember meðan unnið verður að endurskipulagningu starfseminnar. 

Aðgengi utanaðkomandi aðila að starfsstöðvum stofnana Suðurnesjabæjar verður óheimil, s.s. þjónustumiðstöðvum nema þar sem gilda sérstakar reglur um aðgengi að einstökum stofnunum.

Aðgerðastjórn leggur áherslu á að íbúar og starfsfólk Suðurnesjabæjar fari eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem almannavarnir, landlæknir og sóttvarnalæknir hafa gefið út er varðar einstaklingsbundnar smitvarnir. 

Gangi okkur vel og munum – VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR!

Athygli er vakin á því að fundargerðir aðgerðastjórnar má finna á heimasíðu Suðurnesjabæjar ásamt öðrum fundargerðum.