Fara í efni

Biluð gangbrautarljós við gatnamót Sandgerðisvegar, Stafnesvegar og Suðurgötu.

Biluð gangbrautarljós við gatnamót Sandgerðisvegar, Stafnesvegar og Suðurgötu.

Undanfarið hefur því miður oft gerst að gangbrautarljósin á framangreindum gatnamótum hafa orðið óvirk. Ástæðan er sú að búnaður ljósanna er orðinn gamall og slitinn og af þeim ástæðum gerist að ljósin verða óvirk, sérstaklega við ákveðin veðurskilyrði.

Unnið er að því að endurnýja ljósabúnaðinn og má gera ráð fyrir að það geti tekið nokkrar vikur að fá nýjan búnað afgreiddan og virkja hann.  Starfsmenn Suðurnesjabæjar munu fylgjast með gangbrautarljósunum þar til nýr búnaður er kominn upp og gera sitt besta til að sjá til þess að ljósin virki eins og vera ber.

Gangbrautarljósin eru mikilvægur öryggisbúnaður á þessum stað, sérstaklega vegna gangandi umferðar barna sem stunda nám í Sandgerðisskóla og sækja aðra starfsemi á skólasvæðinu og í íþróttamiðstöðinni.

Suðurnesjabær biðst velvirðingar á þessu og beinir því til foreldra barna og annarra að gætt verði fyllstu varúðar og öryggis þegar farið er yfir Sandgerðisveginn á þessari gangbraut.