Fara í efni

Bæjarstjórinn heimsótti kofabyggðina í Sandgerði

Bæjarstjórinn heimsótti kofabyggðina í Sandgerði
Í júní birtum við frétt frá heimsókn Magnúsar bæjarstjóra í kofabyggð í Garði.
 
Í síðustu viku var komið að heimsókn bæjarstjóra í kofabyggðina í Sandgerði og voru meðfylgjandi myndir teknar við sama tilefni.
 

Una Margrét,  Bryndís og María Rut, hafa einnig haldið utan um verkefnið í Sandgerði líkt og í Garði og enn og aftur sanna ungmennin okkar sig og sýna okkur að hér búa upprennandi iðnaðarmenn. Reistir hafa verið flottir kofar á lóðinni við Sandgerðisskóla sem nú hafa verið málaðir skemmtilegum litum.  Í lokagleði kofabyggðar var boðið var upp á grillaðar pylsur og drykki.