Fara í efni

Bæjarstjórinn í kofabyggðinni

Bæjarstjórinn í kofabyggðinni

Mikil framkvæmdagleði hefur ríkt í kofabyggð barna í Garði í sumar.  Reistir hafa verið nokkrir flottir kofar og hafa verið málaðir líflegum litum.  24.júní var lokadagur þessa verkefnis í Garði og við það tilefni var slegið upp veislu.  Boðið var upp á grillaðar pylsur og drykki.  Magnús Stefánsson bæjarstjóri heimsótti hópinn og framkvæmdi tilheyrandi úttekt á mannvirkjunum. Krakkarnir höfðu gaman að því að fá bæjarstjórann í heimsókn á framkvæmdasvæðið og voru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri.  Una Margrét,  Bryndís og María Rut, hafa haldið utan um verkefnið og með aðstoðarmönnum úr vinnuskólanum leiðbeint upprennandi iðnaðarmönnum við framkvæmdir.

Í næstu viku hefjast framkvæmdir í kofabyggð í Sandgerði og verður fróðlegt að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem þar verður.