Fara í efni

Áhrif verkfalla félagsmanna Starfsmannafélags Suðurnesja á starfsemi Suðurnesjabæjar

Áhrif verkfalla félagsmanna Starfsmannafélags Suðurnesja á starfsemi Suðurnesjabæjar

Boðað hefur verið verkfall starfsfólks Suðurnesjabæjar sem eiga aðild að Starfsmannafélagi Suðurnesja frá og með mánudeginum 5. júní nk. Ef verkfall hefst þann dag, verður lengd verkfallsaðgerða mismunandi eftir starfsstöðvum. Verkfallið nær til félagsmanna í Starfsmannafélagi Suðurnesja sem starfa í íþróttamiðstöðvum, í ráðhúsum og umhverfismiðstöð.

Verkfallsaðgerðir munu verða til þess að skerða þarf þjónustu að einhverju leyti hjá sveitarfélaginu.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um skerðingu á þjónustu hjá sveitarfélaginu ef til verkfallsaðgerða kemur.

Íþróttamiðstöðvar

Starfsemi íþróttamiðstöðva munu skerðast á meðan verkfallsaðgerðir BSRB eru í gildi en um er að ræða ótímabundið verkfall frá og með 5. júní.

  • Íþróttamiðstöðin í Garði verður lokuð á meðan verkfallsaðgerðir BSRB eru í gildi.
  • Íþróttamiðstöðin í Sandgerði verður opin með skertri þjónustu (sjá töflu hér að neðan), ekki er hægt að halda sundlauginni opinni en aðeins verður opið í líkamsrækt. Búningsklefar og sturtur verða ekki opnar á meðan verkfallsaðgerðir BSRB standa yfir.
    • Vakin er athygli á því að aðgangskort í líkamsrækt gilda í báðum íþróttamiðstöðvum í Garði og Sandgerði og veita þar með aðgang að líkamsræktinni í íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.


Ráðhúsin

Móttaka sveitarfélagsins í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði munu vera lokaðar á tímabilinu 5. júní-5. júlí ásamt því að þjónustan mun skerðast sem snýr að móttöku, símsvörun, bókun og greiðslu reikninga.

Íbúar og aðrir eru hvattir til að senda tölvupóst á starfsfólk vegna erinda sinna, nánari upplýsingar má finna hér

Umhverfismiðstöð

Þjónusta umhverfismiðstöðvar mun skerðast lítillega á tímabilinu 5. júní-17. júní.

Gerður er fyrirvari um að verkfallsaðgerðir hefjist þann 5. júní og framangreint taki gildi þann dag.  Nánari upplýsingar munu koma fram á heimasíðu Suðurnesjabæjar.