Fara í efni

Áhrif kvennaverkfalls á þjónustu Suðurnesjabæjar

Áhrif kvennaverkfalls á þjónustu Suðurnesjabæjar

Þriðjudaginn 24. október hafa á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blásið til heils dags kvennaverkfalls. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun en þó í samráði við sína stjórnendur.

Það er nokkuð ljóst að starfsemi Suðurnesjabæjar mun verða fyrir verulegum áhrifum án vinnuframlags þeirra þennan dag enda mynda þau stóran hóp starfsfólks Suðurnesjabæjar. Konur og kvár vinna fjölmörg störf þar sem þjónusta getur illa fallið niður, svo sem þjónusta við börn, fatlað fólk, aldraða og aðra hópa.

Suðurnesjabær tekur undir meginmarkmið kvennaverkfalls um að hefðbundin kvennastörf jafnt ólaunuð sem launuð, skuli metin að verðleikum og hvetur konur og kvár til að taka þátt í baráttudeginum að hluta til eða heild.

Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sýna því ríkan skilning að sum störf eru þess eðlis að ekki er hægt að leggja þau alfarið niður án þess að stofna öryggi eða heilsu fólks í hættu.

Hér að neðan eru upplýsingar um opnunartíma hjá Suðurnesjabæ þriðjudaginn 24.október:

 • Gerðaskóli: Skólastarf fellur niður.
 • Sandgerðisskóli: Starfsdagur skv. Skóladagatali.
 • Félagsmiðstöðvar Suðurnesjabæjar: Óbreytt starfsemi.
 • Bókasafn Suðurnesjabæjar: Aðeins opið á milli kl.10:00-11:00.
 • Tónlistarskólinn í Garði: Óbreytt starfsemi.
 • Tónlistarskólinn í Sandgerði: Óbreytt starfsemi.
 • Bæjarskrifstofur í Garði: Móttaka opin en símsvörun fellur niður. Minnum á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is fyrir erindi.
 • Bæjarskrifstofur í Sandgerði: Starfsemi fellur niður.
 • Íþróttamiðstöðin í Sandgerði: Sundlaug opin á milli kl. 06:30-11:00 og 16:00-20:30.
 • Íþróttamiðstöðin í Garði: Aðeins opið í íþróttasal og líkamsrækt á milli kl.11-16. Sundlaug opin á milli kl. 06:00-08:00 og kl.16:00-20:30.
 • Umhverfismiðstöðin: Óbreytt starfsemi.
 • Heiðarholt: Skert starfsemi.
 • Lækjarmót: Óbreytt starfsemi.
 • Auðarstofa: Starfsemi fellur niður og enginn heimsendur matur.
 • Miðhús: Starfsemi fellur niður og enginn heimsendur matur.
 • Dagdvöl aldraðra: Óbreytt starfsemi.