5 ára afmæli Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær hóf starfsemi þann 10. júní 2018 og markar sú dagsetning því afmælisdag Suðurnesjabæjar ár hvert.
Í dag, þann 10. júní 2023 er því 5 ára afmæli Suðurnesjabæjar. Ef aldri sveitarfélagsins er snúið upp á okkur mannfólkið, þá ætti Suðurnesjabær eftir eitt skólaár í leikskóla. Með þeirri samlíkingu er sveitarfélagið ekki búið að slíta barnsskónum ennþá. Hins vegar er Suðurnesjabær bráðþroska og hefur vaxið og dafnað mjög vel á þessum 5 árum. Framundan eru spennandi tímar enda er sveitarfélagið á áhugaverðu þroskaskeiði.
Suðurnesjabær óskar íbúum sínum til hamingju með þennan áfanga. Sveitarfélagið er samfélag íbúanna og Suðurnesjabær leggur sig fram um áframhaldandi gott samstarf við íbúana um að efla sveitarfélagið sem fjölskylduvænt samfélag með allri þeirri þjónustu sem sem vera ber í nútíma sveitarfélagi.
Þá er við hæfi að hvetja íbúa til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af 17. júní sem fara fram við Sandgerðisskóla að þessu sinni.