Fara í efni

17. júní í Suðurnesjabæ

17. júní í Suðurnesjabæ

17. júní verður fagnað í Suðurnesjabæ með skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin í ár verður haldin við Sandgerðisskóla. 

Dagskrá hefst við Sandgerðisskóla kl.11.00.

  • Kynnar hátíðarinnar verða þær Sara Mist Atladóttir og Salóme Kristín Róbertsdóttir úr Ungmennaráði Suðurnesjabæjar.
  • Fjallkonan í ár er Kara Petra Aradóttir nýstúdent.
  • Magnús Stefánsson bæjarstjóri mun flytja hátíðarræðu. 
  • Tónlistaratriði: Hljómsveitin Payroll. Hljómsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki úr Suðurnesjabæ.
  • Dansatriði: Team Danskompaní ætlar að sýna Disneysyrpu frá keppnisliði Team Danskompaní.
  • Leikhópurinn Lotta lýkur deginum og flytur söngvasyrpu kl 12.00.

Barna- og unglingaráð Reynis/Víðis mun verða á staðnum með pulsu og nammisölu. 

  • Byggðasafnið á Garðskaga verður opið frá kl. 10.00-17.00. Frítt inn.
  • Þekkingarsetrið verður opið 13:00 - 17:00. Frítt inn.
  • Opið verður í vitana við Garðskaga.