Fara í efni

1 1 2 dagurinn er í dag

1 1 2 dagurinn er í dag

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag, 11. febrúar og í ár er sjónum beint að öryggi og velferð barna og ungmenna. 

Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Á þessu nýja svæði  geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál.

Skilaboð 112 og samstarfsaðila 112-dagsins til almennings í tilefni dagsins eru:

  • Að allir viti hvað telst ofbeldi gegn börnum.
  • Að fólk þekki úrræðin sem eru í boði og hiki ekki við að láta vita í 112 ef grunur leikur á að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi.