Fara í efni

Opinn kynningarfundur um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík

Opinn kynningarfundur um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík

Kadeco, Reykjanesbær og Suðurnesjabær boða til opins kynningarfundar um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík.
Fundurinn fer fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði, Suðurnesjabæ, fimmtudaginn 5. desember kl.17.30 til 18.30.
Dagskrá:
1. Kynning á framtíðarmöguleikum í Helguvík og Bergvík
2. Umræður
Á fundinum gefst íbúum og áhugasömum aðilum möguleiki á að kynna sér tækifæri svæðisins en Kadeco, Reykjanesbær og Suðurnesjabær hafa á undanförnum mánuðum unnið að sameiginlegri sýn fyrir svæðið.
Í lok fundar verður boðið uppá samtöl, kaffi og piparkökur.
Fundurinn er öllum opinn.