Fara í efni

Málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir á Suðurnesjum

Málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir á Suðurnesjum

Rætt verður hver sé staða barna með fatlanir í íþróttum á Suðurnesjum og hvað er verið að bjóða uppá í dag.

Einnig verður rætt hverjar eru hindranirnar fyrir því að börn með fatlanir séu ekki í íþróttastarfi og hver er framtíðarsýn hér á Suðurnesjum í þessum málum.

Hvetjum við foreldra, kennara, starfsfólk skóla, starfsfólk sveitarfélaga, sveitarstjórnarfólk, þjálfara, forsvarsmenn íþróttafélaga og aðra sem hafa áhuga á að mæta og taka þátt.

Dagskrá verður birt fljótlega!

Málþingið er samstarfsverkefni Íþróttafélagsins Nes, Íþróttabandalags Suðurnesja, Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og Íþróttasambands fatlaðra