Kaffihúsakvöld Ungmennaráðs
1. október
19:30
Skýjaborg
Kaffihúsakvöld Ungmennaráðs
Kaffihúsakvöld fyrir 16+ með ungmennaráði um ungmennahús
Öll ungmenni 16+ velkomin í Skýjaborg þriðjudagskvöldið kl. 19:30 þar sem við ætlum að ræða saman um ungmennahús og framtíðarsýn fyrir þjónustu og aðstöðu sem mætir þörfum ungs fólks í okkar samfélagi.
Dagskrá:
- Kynning á ungmennahúsi og markmiði – Hvað er ungmennahús og af hverju það er mikilvægt.
- Samtal um ungmennahús – hugarflug um ungmennahús í Suðurnesjabæ
Við hvetjum sérstaklega ungt fólk og alla sem tengjast ungmennum til að mæta og taka virkan þátt í umræðunum.
Fundurinn er mikilvægur vettvangur til að heyra raddir þeirra sem koma til með að njóta góðs af þessu verkefni. Við viljum að ungmennahúsið verði vettvangur þar sem ungt fólk getur þroskast, tekið þátt og fundið sína rödd í samfélaginu.
Við hlökkum til að sjá ykkur og heyra ykkar hugmyndir!