Íþróttaskóli barna
Íþróttaskóli barna
Íþróttaskólinn er í boði einu sinni í viku fyrir börn fædd 2023-2019 á laugardögum kl 11:00-11:45 og er staðsettur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.
Íþróttaskólinn hefst 2. nóvember og lýkur 14. desember.
Verð 15.000 kr, hægt er að nýta frístundastyrkinn.
Skráning hér: https://www.abler.io/shop/sudurnesjabaer
Best er að börnin séu berfætt og í þægilegum bol og buxum, ekki er þörf á sérstökum íþróttafatnaði.
Í Íþróttaskólanum eru leystar ýmsar þrautir þar sem börnin reyna á jafnvægi, fín- og grófhreyfingar, samhæfingu, líkamlegan þroska sem og félagslegan.
Þau læra að bera virðingu fyrir öðrum og vinna saman. Skynfærin þarf einnig að örva og samhæfa, í leikfimi sem þessari reynir á þau öll.
Gæta þarf þess að eldri systkini séu ekki í salnum meðan tíminn er.
Umsjónarmaður Íþróttaskólans er Sindri Lars Ómarsson