Hrekkjavökufjör Þekkingarsetursins
29. október
18:00-20:00
Þekkingarsetur Suðurnesja
Hrekkjavökufjör Þekkingarsetursins
Við höldum áfram að bjóða vinum okkar að kíkja í heimsókn í aðdraganda hrekkjavöku, skreyta og skera úr grasker og njóta þess að vera saman.
Við bjóðum ykkur velkomin á hrekkjavökusamveru þann 29.október nk. klukkan 18.00.
Aðsókn hefur verið virkilega góð undanfarin ár og hvetjum við ykkur til að skrá ykkur fyrirfram í gegnum MSS hlekkinn hér að neðan. Aðgangseyrir per fjölskyldu er 1000 krónur, sem greiddar eru á staðnum en þær krónur eru nýttar til að versla inn grasker og fleira til föndurs þetta kvöldið.
Við viljum minna á mikilvægi þess að foreldrar eða forráðamenn, jafnvel eldri systkini, fylgi börnum sínum enda mikið um oddhvöss og beitt verkfæri sem ber að varast og Þekkingarsetrið ekki svo mannað að hafa yfirsýn með börnunum.
Fyrirfram skráning hér og við hlökkum mikið til að sjá ykkur á einum af okkur uppáhaldsviðburðum hér í Þekkingarsetrinu!