Fara í efni

Hobbitarnir - Týndu lögin á Kaffi Golu

Hobbitarnir - Týndu lögin á Kaffi Golu

Á 20 ára spilaferli Hobbitanna hafa mörg lög komið og farið inn á ballprógrammið. Sum hafa staldrað lengi við á meðan önnur, góð lög hafa týnst á leiðinni.
Oft hafa lögin sem stoppuðu stutt verið í rólegri kantinum og því ekki virkað sem skyldi á ballprógrammi en alltaf voru þetta lög sem eru skemmtileg að spila og enn betra að hlusta á í rólegri stemmningu.
1. nóvember ætlum við Hobbitarnir að týna saman úrval af þessum lögum og flytja í bland við eigið efni og spjalla um allt á milli himins og jarðar á milli laga.
Allir velkomnir á Kaffi Golu 1. nóvember og njóta með okkur Hobbitunum.
Frítt inn og tónleikarnir byrja kl. 20:00
Það er tilvalið að mæta snemma og fá sér gott að borða eða njóta útsýnisins með góðan drykk í hönd.