Fara í efni

Gyrðir Elíasson opnar sýningu í Suðurnesjabæ 6. apríl nk.

Gyrðir Elíasson opnar sýningu í Suðurnesjabæ 6. apríl nk.

UNDIR STÆKKUNARGLERI

Gyrðir Elíasson heldur sýningu á myndverkum sínum þrjár helgar í apríl, en sýningin er til húsa að Sunnubraut 4 (2. Hæð) í Garðinum, Suðurnesjabæ. Opið frá kl. 13.00 – 17.00 laugardaga og sunnudaga.

Um er að ræða sölusýningu á einstökum myndverkum sem mörg hver eru örsmá og óhætt að fullyrða að hér er um óvenjulega sýningu að ræða þar sem öll verkin eru til sölu og verðlaginu stillt í hóf. Smámyndir Gyrðis hafa á undanförnum árum prýtt kápur bóka hans, meðal annars metsölubækurnar Dulstirni / Meðan glerið sefur og smáprósasöfnin Þöglu myndirnar / Pensilskrift. 

Þótt Gyrðir sé auðvitað þekktastur fyrir ritverk sín hefur hann oft greint frá því að myndlistin hafi allt frá barnæsku verið honum hugleikin. Á síðustu tíu til fimmtán árum hefur hann meðfram ritstörfum þróað og unnið að myndlist sinni sem ber á margan hátt keim af orðlist hans. Yfirskrift sýningarinnar er lýsandi og víst er að sýningin hefur talsvert annað yfirbragð en gengur og gerist. 

Helgaropnanir frá kl.13.00 - 17.00 verða: 6. og 7. apríl, 13. og 14. apríl og 20. og 21. apríl. 

Einnig er hægt að hafa samband við listamanninn í s. 6183813 til að skoða sýninguna utan opnunartíma.