Snjómokstur og hálkueyðing
Umhverfismiðstöð Suðurnesjabæjar hefur yfirumsjón með snjómokstri og hálkuvörnum á götum, gangstéttum og göngustígum samkvæmt ákveðinni forgangsröðun. Hjá umhverfismiðstöð er vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Ef líkur eru á að hálka og eða snjór safnist fyrir á götum eru gerðar viðeigandi ráðstafanir.
Hægt er að skoða fyrirkomulag snjómoksturs á Kortasjá Suðurnesjabæjar undir Þjónusta > Snjómokstur.
Snjómokstur og hálkueyðing gatna
Þær götur sem eru í forgangi eru skólar og leikskólar, strætóleiðir, stofnbrautir og helstu tengibrautir. Við hálkueyðingu gatna er eingöngu notast við salt og þá í eins litlu magni og mögulegt er.
Snjómokstur og hálkueyðing gönguleiða
Gönguleiðir eru mokaðar er mokstri gatna líkur. Miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að grunnskólum og leikskólum. Síðan eru gönguleiðir meðfram helstu stofn- og tengibrautum og göngustígar á opnum svæðum hreinsaðir. Við hálkuvarnir á gönguleiðum er notast við salt og sand sem blandað er saman.
Húsagötur og fáfarnari götur
Húsagötur og fáfarnari götur eru aðeins hreinsaðar ef þær eru orðnar þungfærar venjulegum einkabílum sem eru útbúnir til vetraraksturs. Ekki er gert ráð fyrir að mokað sé frá innkeyrslum og þurfa íbúar því að sjá um það sjálfir. Hjá Suðurnesjabæ er rík áhersla á að snjómokstur og hálkueyðing sé sem best eins og mögulegt er hverju sinni.