Sumarvinna 17 ára og eldri
Sumarvinna 17 ára og eldri
Þeir sem eru eldri en 17 ára geta sótt um í sumarvinnuna. Sumarvinnan sér um garðslátt í sveitarfélaginu og ýmis verkefni tengd fegrun bæjarins.
Umsóknir í sumarvinnu Suðurnesjabæjar fara fram í gegnum umsóknarkerfið Völu og þarf að notast við rafræn skilríki eða íslykil til að komast inn á síðuna.
Einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins í síma 425-3000.
Skila inn stöðu á skattkorti: Sumarstarfsmenn þurfa að skila inn upplýsingum um stöðuna á skattkorti eða hvort það sé ónýtt til launadeildar á netfangið annamarta@sudurnesjabaer.is. Hægt er að skrá sig inn á skattur.is og sækja upplýsingarnar. Skattkortið er rafrænt en ekki er hægt að sækja þessar upplýsingar fyrir þriðja aðila vegna persónuverndarlaga. Ef þessum upplýsingum er ekki skilað er reiknaður fullur skattur af launum.