Fara í efni

Ungmennaráð

20. fundur 02. maí 2025 kl. 14:30 - 16:00 í Ráðhúsinu í Garði
Nefndarmenn
  • Hafþór Ernir Ólason formaður
  • Heba Lind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Árni Oddsson aðalmaður
  • Ásdís Elma Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Kristjánsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Unnur Ýr Kristinsdóttir
Dagskrá
Eftirfarandi boðuðu forföll: Karma Ólafs. og Sigurlaug Unnur Stefánsdóttir. Í stað þeirra sátu fundinn Katrín Baldursdóttir og Lárus Ólafsson.

1.Barna- og ungmennaþing

2503114

Undirbúningur fyrir barna- og ungmennaþing Suðurnesjabæjar sem verður haldið 13.maí nk.
Ungmennaráð vill þakka bæjarráði fyrir veitta styrk til að mæta kostnaði barna- og ungmennaþings.

2.Svæðisbundið samráð gegn ofbeldi á Suðurnesjum

2304008

Kynning á verkefninu ÖruggariSuðurnes og samráðsfundinum sem haldin verður 7.maí
Ungmennaráð fagnar þessum vettvangi og hlakkar mikið til að taka þátt í samráðsfundinum.

3.Ungmennaráð 2024-2026

2402033

Undirbúningur fyrir verkefni sumarsins, viðburði og bæjarhátíðina.
Ungmennaráð ætlar að standa fyrir fræðslu og viðburðum fyrir ungmenni í vinnuskólanum í sumar. Ungmennaráð ætlar að leggja sit að mörkum í bæjarhátíðinni og standa fyrir viðburði fyrir ungmenni í Suðurnesjabæ á bæjarhátíðinni.

4.Ungmennaráð 2024-2026

2402033

Farsældarfulltrúi Suðurnesja og íþróttahéraðsfulltrúar óska eftir fundi með ungmennaráðum á Suðurnesjum.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni síðunnar?