Fara í efni

Ungmennaráð

15. fundur 04. október 2024 kl. 14:30 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Heba Lind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Árni Oddsson aðalmaður
  • Ásdís Elma Ágústsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Stefánsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Kristjánsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Unnur Ýr Kristinsdóttir
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2303087

Í fjárhagsáætlunargerð Suðurnesjabæjar leggur ungmennaráð áherslu á að fá að hafa skoðanir á málefnum sem snúa að börnum og ungmennum í sveitafélaginu. Ráðið vill eiga meira samráð við starfsmenn og kjörna fulltrúa í áætlunargerðinni þannig að þeirra rödd hafi vægi og áhrif eins kemur fram í erindisbréfi þess.

2.Ungmennaráð 2024-2026

2402033

Ungmennaráð vill að erindisbréf ráðsins verði endurskoðað og leggja áherslu á að fá að vera áheyrnarfulltrúar í fastanefndum í Suðurnesjabæ ásamt öðrum breytingum. Í núverandi erindisbréfi finnst ráðinu þau ekki hafa tækifæri til að koma sjónarmiðum barna og ungmenna í Suðurnesjabæ á framfæri. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun vinna nýtt bréf og leggja fyrir tillögu að erindisbréfi við ungmennaráð og íþrótta- og tómstundaráð.

3.Ungmennahús

2410017

Hugmyndarvinna ungmennaráðs að ungmennahúsi eftir fund með ungmennum í Suðurnesjabæ er hafin. Ráðið vill eiga fund með fulltrúum frá bæjarráði sem allra fyrst og kynna þar fyrir þeim hugmynd að ungmennahúsi í Suðurnesjabæ. Ráðinu þykir þetta mikilvægt og spennandi verkefni og hlakkar til komandi tíma og opnunar á ungmennahúsi í Suðurnesjabæ.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?