Fara í efni

Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga

21. fundur 15. september 2025 kl. 14:00 - 15:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Þórsteina Sigurjónsdóttir formaður
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir aðalmaður
  • Jórunn Guðmundsdóttir
  • Sigurbjörg Jónsdóttir
  • Kristjana Kjartansdóttir
  • Kristrún Anna Skarphéðinsdóttir
Fundargerð ritaði: Thelma Hrund Guðjónsdóttir
Dagskrá

1.Stefna um aðstöðu og þjónustu við aldraða í Suðurnesjabæ - Stýrihópur 2025

2501108

Kynning á stefnu í málefnum eldri borgara ásamt aðgerðaáætlun.
Unnur Ýr Kristjánsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi kom og kynnti drög að stefnu og þjónustu við eldri borgara ásamt tillögum að aðgerðaráætlun.

2.Minnisblað vegna dagdvalar, staða og næstu skref

2501044

Minnisblað dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ-staða og næstu skref lagt fram til kynningar ásamt skýrslu starfshóps um Efling og þróun dagdvalar á landsvísu
Minnisblað vegna dagdvalar lagt fram til kynningar. Öldungaráð leggur til að fylgt verði eftir aðgerðum sem lagðar eru fram á minnisblaðinu.


Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni síðunnar?