Fara í efni

Íþrótta- og tómstundaráð

24. fundur 16. október 2024 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Svavar Grétarsson formaður
  • Jóhann Jóhannsson varaformaður
  • Marinó Oddur Bjarnason aðalmaður
  • Eva Rut Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Hulda Ósk Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Svavar Grétarsson formaður
Dagskrá

1.Íþróttamaður ársins- reglur um tilnefningar

1811002

Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að breyting verði gerð á 4.gr. vegna kjörs á íþróttamanni ársins í Suðurnesjabæ.

Tillaga að viðbót við 4.gr.:Íbúum Suðurnesjabæjar gefst einnig kostur á að tilnefna íþróttafólk.

2.Íþrótta- og afrekssjóður Suðunesjabæjar

1907069

Iþrótta- og tómstundaráð leggur til breytingar á reglum íþrótta- og afrekssjóðs Suðurnesjabæjar, breyting á 5.gr verði svo hljóðandi: Allar umsóknir sem berast Íþrótta- og afrekssjóði skulu vera sendar af íþróttafélagi, þjálfara eða keppanda. Umsóknir verða að vera rétt útfylltar.

Breyting á 6.gr.:
Styrkupphæð hverju sinni skal miðast við fjármagnsgetu sjóðsins. Lágmarks styrkupphæð miðast við frístundastyrk einstaklings hverju sinni.

3.Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

2202083

4.Fjárhagsáætlun 2025 Mennta-og tómstundasvið

2410062

Íþrótta- og tómstundaráð vill leggja áherslu á að frístundaaksturinn sé í boði fyrir börn og ungmenni í sveitafélaginu allt árið um kring.

Íþrótta- og tómstundaráð leggur áherslu á við bæjarstjórn að hugað verði vel að íþrótta- og tómstundamálum við gerð fjárhagsáætlunar 2025.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?