Hafnarráð
Dagskrá
1.Sandgerðishöfn - Fjárhagsáætlun
2511022
Drög að fjárhagsáætlun Sandgerðishafnar 2026.
Drög að fjárhagsáætlun 2026 samþykkt samhljóða.
2.Sandgerðishöfn - Gjaldskrá
2511021
Tillaga um gjaldskrá Sandgerðishafnar fyrir rekstrarárið 2026.
Gjaldskrá Sandgerðishafnar fyrir árið 2026 samþykkt samhljóða.
3.Sandgerðishöfn - Suðurgarður, styrking grjótvarnar
2509170
Verksamningur við Ellert Skúlason ehf um framkvæmd við styrkingu grjótvarnar Suðurgarðs.
Samþykkt samhljóða að staðfesta verksamninginn. Hafnarráð lýsir ánægju með að framkvæmdir séu að hefjast.
4.Sandgerðishöfn - NTÍ Tjón mars 2025
2507017
Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands með tilkynningu um að Sandgerðishöfn fái greiddar tjónabætur vegna tjóna á flotbryggjum í mars 2025, kr. 12.240.0944.
Lagt fram.
5.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi
2206131
Farið yfir rekstur og starfsemi Sandgerðishafnar á árinu.
Yfirhafnarvörður fór yfir rekstur og starfsemi Sandgerðishafnar undanfarna mánuði.
6.Sandgerðishöfn - Hafnarreglugerð 2025
2503173
Upplýsingar frá hafnarstjóra um að vinna stendur yfir við endurskoðun hafnarreglugerðar Sandgerðishafnar.
Hafnarstjóri fór yfir vinnu sem er í gangi við endurskoðun á hafnarreglugerð Sandgerðishafnar.
7.Hafnasamband Íslands - Fundir og ráðstefnur
2505119
Frásögn fulltrúa Sandgerðishafnar af hafnafundi þann 23. október 2025.
Fulltrúar hafnarinnar sem sóttu hafnafund Hafnasambands Íslands 23.október sl. fóru yfir það sem fram fór á fundinum.
8.Hafnasamband Íslands fundargerðir
2009047
Fundargerð 475. fundar stjórnar Hafnasambans Íslands
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:00.