Fara í efni

Hafnarráð

29. fundur 26. júní 2025 kl. 16:00 - 17:00 í Hafnarhúsi
Nefndarmenn
  • Önundur Björnsson formaður
  • Jón Heiðar Hjartarson varaformaður
  • Laufey Erlendsdóttir varamaður
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir varamaður
  • Jón Sigurðsson varamaður
  • Magnús Stefánsson hafnarstjóri
  • Vilhjálmur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Magnús Stefánsson hafnarstjóri
Dagskrá

1.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi

2206131

Rekstraryfirlit Sandgerðishafnar janúar - maí 2025 lagt fram.

Yfirferð yfir starfsemi hafnarinnar.
Í rekstraryfirliti kemur m.a. fram að tekjur hafnarinnar eru mun meiri en gert var ráð fyrir og í samanburði við sama tíma 2024. Mikill viðhaldskostnaður hefur fallið til m.a. vegna sjávarflóða og óveðra sl. vetur. Rekstrarstaðan er mun betri en í samanburði við sl. ár.
Fram kom hjá yfirhafnarverði að landaður afli sé nokkru meiri en á sama tíma 2024.
Mikill fjöldi strandveiðibáta hefur landað afla í höfninni og hefur fjöldi landana strandveiðibáta á dag farið upp 60 talsins einstaka daga.

2.Sandgerðishöfn - viðhaldsmál

2004035

Yfirferð um viðhaldsmál Sandgerðishafnar.
Yfirhafnarvörður fór ítarlega yfir ýmis viðhaldsverkefni sem verið hafa í gangi og það sem framundan er og þarf að klára, m.a. út frá öryggismálum.

3.Sandgerðishöfn - Hafnsaga

2506133

Tillaga um meðmæli fyrir yfirhafnarvörð um að hann fái viðurkenningu og réttindi sem hafnsögumaður.
Samþykkt samhljóða að veita yfirhafnarverði meðmæli varðandi réttindi til hafnsögu.

4.Sandgerðishöfn - Samningur vegna björgunarskips

2506134

Tillaga um gerð samnings við Björgunarsveitina Sigurvon um aðstöðu fyrir björgunarskipið Hannes Þ Hafstein í Sandgerðishöfn.
Samþykkt að vinna að samningi við Björgunarsveitina Sigurvon vegna aðstöðu fyrir björgunarskipið Hannes Þ Hafstein í Sandgerðishöfn.

5.Hafnasamband Íslands - Fundir og ráðstefnur

2505119

Boðun 12. hafnafundar í Ólafsvík 23. október 2025.
Samþykkt að formaður hafnarráðs og fulltrúi minnihluta, ásamt hafnarstjóra og yfirhafnarverði sæki hafnafund Hafnasambandsins.

6.Hafnasamband Íslands - Ársreikningar

2505118

Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2024.
Lagt fram.

7.Sandgerðishöfn - Ársreikningur

2505120

Ársreikningur Sandgerðishafnar 2024.
Lagt fram.

8.Sandgerðishöfn - samgönguáætlun

2206132

Erindi frá Vegagerðinni varðandi endurskoðun samgönguáætlunar 2026-2030.
Samþykkt að leggja til að styrking grjótvarnar og lagfæring vegar Suðurgarði sé forgangsverkefni. Einnig að styrking og endurbætur grjótvarnar og þekju Norðurgarðs verði tekið inn í áætlun. Loks að 2.áfangi endurbyggingar Suðurbryggju komin inn á síðari hluta áætlunarinnar.

9.Hafnasamband Íslands fundargerðir

2009047

a) 470. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 19.02.2025.

b) 471. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 28.03.2025.

v) 472. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 28.04.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?