Hafnarráð
Dagskrá
1.Sandgerðishöfn - starfsmannamál og skipulag starfsemi
2501149
Vilhjálmur Ólafsson hefur verið ráðinn yfirhafnarvörður Sandgerðishafnar og mun hefja störf á næstu vikum. Vilhjálmur mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Vilhjálmur Ólafsson var boðinn velkominn til starfa hjá Sandgerðishöfn.
2.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi
2206131
Farið yfir starfsemi hafnarinnar undanfarnar vikur. Í óveðri í byrjun mars sl. varð nokkurt tjón á flotbryggjum og öðru í höfninni. Unnið hefur verið að lagfæringum. Ekki liggur fyrir hvenær Vegagerðin mun ráðast í framkvæmdir við styrkingu syðri grjótvarnagarðs, en það verkefni er mjög aðkallandi.
Hafnarráð lýsir miklum áhyggjum vegna ástands syðri grjótvarnagarðs og hve hefur dregist að ráðast í þær framkvæmdir sem nauðsynlega þarf að ráðast í til að styrkja garðinn. Hafnarráð kallar eftir því við Vegagerðina að unnið verði að framkvæmdinni hið allra fyrsta, enda telur hafnarráð að ekki megi bíða öllu lengur eftir framkvæmdum m.a. til að koma i veg fyrir frekara tjón á mannvirkinu.
Fundi slitið - kl. 16:45.